Félag íslenskra flugumferðarstjóra
Félagsmenn í FÍF starfa á fimm mismunandi vinnustöðum, allir hafa það að markmiði að tryggja öruggt flæði þeirra hundruða flugvéla sem fljúga hjá okkur á hverjum degi.
FÍF er öflugt stéttar- og fagfélag flugumferðarstjóra sem hefur það að markmiði að sameina alla flugumferðarstjóra landsins í einu félagi, gæta hagsmuna og vernda réttindi flugumferðarstjóra, vinna að bættu flugöryggi, fara með samningamál og annast samskipti við innlend og erlend félög á sama sviði.


Á Íslandi starfa 163 flugumferðarstjórar.
Yfir 40 milljónir farþega treysta okkur árlega.


Við erum á vaktinni 24/7 alla daga ársins.
