Yfirvinnubann frá og með 25. nóvember 2025
Yfirvinnubann er í gildi frá og með 25. nóvember 2025 hjá öllum félagsmönnum FÍF sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia ANS ehf. og Isavia Innanlandsflugvöllum ehf.
Undanþága er veitt fyrir sjúkra- og neyðarflug, auk flugs Landhelgisgæslu Íslands.
FÍF boðar til yfirvinnubanns
Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember nk. Yfirvinnubannið er vægasta aðgerðin sem félagsmenn FÍF geta gripið til á þessum tímapunkti til að undirstrika mikilvægi þess að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia náist sem allra fyrst. Óásættanlegt er að stéttin hafi verið samningslaus frá áramótum sem ógnar mikilvægum hagsmunum Isavia og [...]
Félag íslenskra flugumferðarstjóra
Félagsmenn í FÍF starfa á fimm mismunandi vinnustöðum, allir hafa það að markmiði að tryggja öruggt flæði þeirra hundruða flugvéla sem fljúga hjá okkur á hverjum degi.
FÍF er öflugt stéttar- og fagfélag flugumferðarstjóra sem hefur það að markmiði að sameina alla flugumferðarstjóra landsins í einu félagi, gæta hagsmuna og vernda réttindi flugumferðarstjóra, vinna að bættu flugöryggi, fara með samningamál og annast samskipti við innlend og erlend félög á sama sviði.


Á Íslandi starfa 163 flugumferðarstjórar.
Yfir 40 milljónir farþega treysta okkur árlega.


Við erum á vaktinni 24/7 alla daga ársins.
