Borist hefur beiðni frá ITF (The International Transport Workers’ Federation) um myndir af félagsmönnum við störf. Samtökin eru að byggja upp myndasafn sitt til notkunar við ýmis tækifæri og senda því öllum aðildarfélögum þessa beiðni. Því biður stjórn FÍF þá sem eiga slíkar myndir, á stafrænu formi, um að hafa samband við stjórnina þannig að hægt verði að safna saman myndum af öllum vinnustöðum flugumferðarstjóra hér á landi. Þetta væri einnig ágætt tækifæri til að safna myndum sem setja mætti inná heimasíðuna okkar.
Endilega hafið samband, netfangið er fif@simnet.is