Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Að réttu ári liðnu, eða hinn 4. október 2005, munum við fagna 50 ára afmæli Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Á vinnufundi stjórnar í byrjun september var ákveðið að auglýsa eftir fólki í afmælisnefnd, en nefndin mun fá það verkefni að skipuleggja og sjá um afmælisfögnuð félagsins. Áhugasamir vinsamlegast sendið línu á HM, hlinh@caa.is.