Stjórn FÍF ákvað að bjóða félagsmönnum sínum upp á passamyndatöku þeim að kostnaðarlausu hjá Ásmynd, Hraunbæ 119 Reykjavík. Bent er á að starfsmenn hringi á undan sér og bóki tíma svo allt megi ganga snurðulaust fyrir sig en síminn er 586-8001. Teknar verða nokkrar stafrænar myndir og svo valdar tvær bestu. Hver félagsmaður fær 4 passamyndir til eigin nota en FÍF fær afrit til þess að setja inn á heimasíðuna þar sem þær flestar eru vel komnar til ára sinna. Eins og er þá er heimasíðan okkar www.iceatca.com ennþá opin fyrir öllum en mjög fljótlega verður sett upp aðgangsstýring fyrir allt það sem er undir „Handbók“. Vinsamlegast athugið hvort upplýsingar um ykkur séu réttar í „Félagaskrá“ og ef einhver villa er sendið þá póst á sjarmi@caa.is