Á aðalfundi félagsins nú í kvöld var kjöri stjórnar lýst, Hlín Hólm var kosin formaður, Davíð Hansson og Ottó Eiríksson voru kosnir stjórnarmenn, Sigmar Ólafsson og Einar Gunnar Karlsson voru kosnir varamenn. Stjórnin kynnti nýjar úthlutunarreglur sjúkrasjóðs, útfararstyrkur var hækkaður í 200.000 og ákveðið hefur verið að greiða árlega styrk til heilsueflingar til félagsmanna. Upphæðin verður endurskoðuð árlega á aðalfundi og greidd út 1. mars. Þar sem lög sjóðsins segja til um þriggja mánaða fyrirvara á breytingum á úthlutunarreglum þá verður umræddur styrkur greiddur út þann 1. júní í ár og upphæðin var ákveðin 20.000.