Til allra sem starfa að flugi eða koma að flugstarfsemi
Flugguðþjónusta verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 29. maí næstkomandi. Framkvæmd guðþjónustunnar verður í höndum flugfólks. Flugfreyjukórinn mun syngja ásamt kvartett flugmanna. Ólafur W . Finnsson sér um orgelleik og Benoný Ásgrímsson fer með hugvekju.
Prestar Grafarvogssóknar verða okkur til halds og trausts. Við munum minnast þeirra sem farist hafa í flugslysum auk þess að þakka þann tíma sem liðinn er slysalaus. Friður, gleði og ánægja er markmið samkomunnar.
Undirbúningsnefndin