FÍF sá ástæðu til að boða til samningafundar í dag eftir fund með stofnun í morgun. Fundinum var frestað nú kl. 1845 en verður framhaldið kl. 1300 á þriðjudag. Fyrir liggur að FÍF þarf meiri tíma til að skoða tilboð ríkisins um leiðréttingu á lífeyrismálum félagsmanna. SNR tók ekki tilboði FÍF um kjarasamning með fyrirvara um lífeyrismálið og því var ákveðið að fresta fundi fremur en að slíta viðræðum.