Í dag var skrifað undir kjarasamning milli Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samninganefndar ríkisins. Fundahald hefur verið stíft undanfarna daga en lauk í dag með samningi. Samningurinn mun liggja frammi á vinnustöðum en kynning um hann fer væntanlega fram miðvikudaginn 20. júlí klukkan 20 í Borgartúni.