Félagsmenn FÍF samþykktu í gærkvöldi kjarasamning sem undirritaður var þann 8. sept. sl. Af 118 sem voru á kjörskrá greiddu 82 atkvæði, 66 samþykktu samninginn, 16 voru á móti. Samningurinn gildir til 29. febrúar 2008 og er á sömu nótum og aðrir samningar sem ríkið hefur gert að undanförnu.
Félagsmenn: samningurinn verður settur inn á heimasíðuna innan tíðar.