Samkvæmt núgildandi kjarasamningi FÍF og SNR þá áttu laun að hækka um 4.85% frá 1. júlí 2005 auk þess sem 3% áttu að koma til viðbótar á launatöflu. Við samningsgerðina var alltaf hlaðreiknað, þ.e. fyrst hækka launin um 4.85% og svo um 3% sem gerir samtals 8% launahækkun. Hins vegar varð framkvæmdin þannig að hækkunin var hliðreiknuð, þ.e. launin hækkuðu um 4.85% + 3% = 7.85%. FÍF sendi erindi til SNR þar sem óskað var eftir því að þetta yrði lagfært afturvirkt frá 1. júlí 2005 og var orðið við þeim óskum. Vænta má að sú lagfæring komi í næstu launakeyrslu um áramótin. Hægt er að skoða bréfaskrif milli aðila undir Handbók – Bréf – 2005.
Kv.
Sigmar