Félagsmenn ættu nú flestir að vera búnir að fá afrit af bréfi, stílað á Hlín Hólm flugumferðarstjóra, þar sem flugmálastjóri furðar sig á ýmsu í hátterni stjórnar FÍF.
Stjórn FÍF mun svara bréfinu fyrir hönd Hlínar. Gerð var munnleg og óformleg athugasemd við að bréfið skyldi stílað á Hlín Hólm flugumferðarstjóra en ekki Hlín Hólm formann FÍF. Stjórn FÍF var fullvissuð um það af fulltrúum FMS að um mistök hafi verið að ræða en stjórn FÍF mun gera formlega athugasemd við þessi vinnubrögð.
Félagsmenn athugið að öll fyrri bréf sem send hafa verið á milli FÍF og FMS má finna á heimasíðunni, undir Handbók – Bréf