Á síðasta aðalfundi komu fram nokkrar tillögur um breytingar á lögum FÍF. Í lögum félagsins segir eftirfarandi um slíkar tillögur:
Tillögurnar skulu ræddar á aðalfundi samkvæmt almennum reglum um fundarsköp hvað varðar frávísunar- og breytingartillögur. Verði tillögu ekki vísað frá, skal hún, með þeim breytingum sem aðalfundur samþykkir, lögð fyrir félagsmenn, til samþykktar eða synjunar, í almennri atkvæðagreiðslu […] Aðalfundur skal kjósa þriggja manna kjörstjórn til að sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningu atkvæða. Atkvæðagreiðslunni skal lokið eigi síðar en 31. mars og skal hún framkvæmd með sama hætti og stjórnarkjör. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða nægir til að tillögur teljist samþykktar.
Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir og kjörgögn liggja frammi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík fyrir félagsmenn í Reykjavík og í flugturninum í Keflavík fyrir félagsmenn á Keflavíkurflugvelli. Kjörgögn hafa einnig verið send til Akureyrar og Vestmannaeyja fyrir félagsmenn á þeim stöðum. Kosningu lýkur 31. mars 2005.
Formaður