Hr. yfirflugumferðarstjóri Reykjavík 6. júlí 2006
Helgi Björnsson
Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík
Síðastliðinn mánuð hefur það gerst nokkrum sinnum í Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík að allir flugumferðastjórar á vakt hafa verið samtímis í vinnustöðu um lengri eða skemmri tíma.
Öryggisnefnd FÍF lýsir yfir áhyggjum af því að þegar svona ástand ríkir þá sé ekki á vísan að róa með aðstoð við óvæntar uppákomur svo sem bilanir á fluggagnakerfi, neyðartilvik í flugi eða hvað annað sem úrskeiðis getur farið.
Það er mat öryggisnefndar að þetta ástand sé óviðunandi og geti ógnað flugöryggi.
Öryggisnefnd FÍF óskar svars við því hvort og þá með hvaða hætti Flugmálastjórn hyggst bregðast við þessu ástandi.
Virðingarfyllst,
f.h. öryggisnefndar FÍF
Óskar Óskarsson Einar Hilmarsson
Kjartan Halldórsson Hilmar Magnússon
Afrit sent:
Flugmálastjóri,
Félag Íslenskra Flugumferðarstjóra,
Flugöryggissvið Flugmálastjórnar,
Framkvæmdastjóri Flugumferðarsviðs,
Öryggisstjóri Flugumferðarsviðs.
Öne001/06