Í lok vaktar flugumferðarstjóra ber að leysa hann af sé hann í vinnustöðu. Samverutími samkvæmt kjarasamningi FÍF er sá tími sem ætlaður er til þess. Samverutíminn er sá tími sem sá er leystur er af gæti þurft að sitja fram yfir lok vaktar með þeim sem leysir af til þess að setja hann inn í það sem er að gerast þannig að hann geti tekið við vinnustöðunni með eðlilegum hætti. Þetta er það sem í daglegu tali flugumferðarstjóra er kallað „briefing“.
Samverutími er ekki vinnutími sem Flugmálastjórn getur ráðstafað að vild sinni.