Félagar í FÍF
Varðar: Starfsheiti í ráðningarsamningi og greiðslu launa
29. nóvember 2004 var kveðinn upp úrskurður í samgönguráðuneytinu í stjórnsýslumáli nr. 14/2004 http://samgonguraduneyti.is/Urskurdir/nr/773 . Einnig er vísað til álits Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 4355/2005 varðandi sama efni http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1163&Skoda=Mal .
Í hnotskurn snýst málið um það að Flugmálastjórn greiddi viðkomandi flugumferðarstjóra ekki laun í samræmi við ráðningarsamning sem gerður var við hann í upphafi árs 1996. Í ráðningarsamningnum, sem gerður var í framhaldi af því að meirihluti flugumferðarstjóra sagði upp störfum sínum 1995 og voru endurráðnir 1996, kemur fram að flugumferðarstjórinn er ráðinn sem „varðstjóri“. Þegar laun varðstjóra voru hækkuð með kjarasamningum 1997 voru laun flugumferðarstjórans ekki hækkuð til samræmis við kjarasamning. Í úrskurði ráðuneytisins í stjórnsýslumáli 14/2004 er fallist á kröfu flugumferðarstjórans um að laun hans verði leiðrétt frá 1. desember 1997. Álit umboðsmanns í máli 4355/2005 staðfestir þessa niðurstöðu.
FÍF er kunnugt um að all nokkur fjöldi flugumferðarstjóra muni vera í sömu stöðu. Félagið hyggst nú leita réttar þeirra félaga sem voru ráðnir sem varðstjórar í janúar 1996 en hafa ekki fengið greidd laun í samræmi við laun varðstjóra skv. kjarasamningi frá því í desember 1997, eða einhvern hluta þess tíma sem síðan er liðinn.
Þeir flugumferðarstjórar sem þetta á líklega við eru þeir sem komnir voru með 10 ára starfsaldur í janúar 1996. Nauðsynlegt er að félaginu (stjórn) berist afrit af ráðningarsamningum þeirra flugumferðarstjóra sem um er að ræða hið fyrsta. Athugið að þetta á við flugumferðarstjóra í Keflavík jafnt og hjá Flugmálastjórn Íslands.
F.h. stjórnar FÍF
Loftur Jóhannsson
formaður