Félagsfundur í FÍF vísar til yfirtöku Flugstoða ohf á hluta starfsemi Flugmálastjórnar Íslands sbr. lög nr. 102/2006 um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands.
Hafi hagsmunir félagsmanna vegna fyrgreindrar yfirtöku/aðilaskipta, að mati félagsins, ekki verið tryggðir fyrir árslok 2006, samþykkir fundurinn í samræmi við 11. gr. laga FÍF, sbr. einnig 16.-, 33.- og 34 gr. laganna að félagið styrki þá félagsmenn FÍF sem ekki hafa ráðið sig til Flugstoða og ekki eiga rétt á biðlaunum og verða launalausir vegna þessa í janúar 2007. Styrkurinn skal nema fullum launum sem tapast, án aukavinnu, í janúarmánuði 2007 og greiðast 1. febrúar 2007.
Fundurinn felur stjórn félagsins að ganga frá fjármögnun vegna þessa og heimilar að eignir félagsins séu veðsettar til tryggingar láni ef þurfa þykir.