Úr ræðu ráðherra:
„Í 7. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að um réttarstöðu starfsmanna sem nú starfa hjá Flugmálastjórn á sviði flugleiðsöguþjónustu og flugvallareksturs og sem gert er ráð fyrir að flytjist yfir til hlutafélagsins fari samkvæmt almennum ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Ekki er gert ráð fyrir sérákvæðum í tilefni þessara breytinga.
Í þessu felst m.a. að engum starfsmanni verður sagt upp störfum vegna þessara breytinga einna saman. Þeir starfsmenn, sem falla undir 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, fyrirgera ekki rétti sínum til biðlauna þó þeir hafni boði um að starfa áfram hjá félaginu, en um biðlaunaréttinn fer að öðru leyti eftir ákvæðum starfsmannalaganna m.a. um að frá biðlaunum dragast hvers konar launatekjur á biðlaunatímanum. Þá er gilda kjarasamningar starfsmanna við Flugmálastjórn áfram hjá hinu nýja félagi í samræmi við 9. gr.“
Úr bréfi flugmálastjóra:
„Það tilkynnist því hér með að starf það sem þú hefur gegnt hjá Flugmálastjórn Íslands verður lagt niður þann 31. desember 2006. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar átt þú rétt til biðlauna í tólf mánuði, sbr. 1. mgr. 34. gr. laganna sbr. 5. mgr. bráðabirgðaákvæðis laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, frá þeim tíma er starf er lagt niður þann 31. desember 2006.“