Keflavíkurflugvöllur 31.des 2006.
Meirihluti starfsmanna flugumferðarþjónustunar á Keflavíkurflugvelli er mjög áhyggjufullur yfir því ástandi
sem mun skapast er viðbúnaðaráætlun Flugstoða ohf verður sett í gang nú eftir miðnættið. Starfsmenn
telja sig ekki hafa fengið þá kennslu né búa yfir nægilegri þekkingu sem þarf til að vinna á móti
AFIS flugvelli með óstjórnuðu loftrými. Við tökum heilshugar undir orð öryggisnefndar FÍF og
öryggisnefndar FÍA sem hafa lýst yfir áhyggjum sínum að flugöryggi muni skerðast með skertri þjónustu.
Sérstaklega tökum við undir orð öryggisnefndar FÍA “Öryggisnefndin varar sérstaklega við þeim hættum
sem skapast geta á og við Reykjavíkurflugvöll.”
Einnig er ljóst að meirihluti þeirra flugumferðarstjóra sem eiga að vinna á móti okkur í flugstjórnarmiðstöðinni
hafi ekki unið við starfið í langan tíma og hafi ekki fengið fullnægjandi þjálfun á núverandi aðstæður. Okkur
þykir afar einkennilegt að að jafnaði taki það góðan mánuð hið minnsta að fá ratingu í centerinu t.d. eftir
barnsburðarleyfi, en nú eru menn úskrifaðir út án þess að þurfa að vinna umferð í lifandi umhverfi. Og séu
því í raun alls ekki tilbúnir að takast á við þá umferð og álag er getur skapast.
Við munum þarf af leiðandi beita ítrustu varkárni í öllum samskiptum og samvinnu við flugstjórnarmiðstöðina.
Einnig teljum við að en séu spurningum ósvarað er snúa að Reykjavíkurflugvelli og því vinnulagi er á að
nota þar.
Ljóst er að við erum að vinna á okkar ábyrgð og ef við teljum að öryggi sé ónógt munum við bregðast við því.
Með vinsemd og virðingu fyrir hönd starfsmanna flugumferðarþjónustunar á Keflavíkurflugvelli.
Einar Gunnar Karlsson trúnaðarmaður.