Á félagsfundi FÍF 29. janúar var eftirfarandi ályktun einróma samþykkt: Félagsfundur FÍF 29. janúar 2007 samþykkir að fela stjórn FÍF að ganga frá sölu á félagshúsnæði FÍF í Borgartúni 28 til ÞG verktaka í samræmi við tilboð ÞG til FÍF dags. 22. jan. 2007.
Tilboð ÞG verktaka hljóðaði uppá 44,4 milljónir kr. og skyldu 31,4 milljónir greiðast við undirritun kaupsamnings en afgangurinn, 13 milljónir, við afhendingu eignarinnar. Afhendingartími verður eftir nánara samkomulagi.