Á fundinum kom fram að félagsmenn vildu meiri tíma til að meta kosti og galla hugsanlegrar aðildar að BSRB. Stjórnin hvetur alla að kynna sér málið og mynda sér skoðun á BSRB-aðild.
Á fundinum var Loftur Jóhannsson endurkjörinn formaður FÍF og Ottó Eiríksson og Davíð Hansson héldu sætum sínum í stjórninni. Varamenn í stjórn voru kosnir Jón Ágúst Guðmundsson og Bjarni Páll Tryggvason.