Kjarasamningur Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, sem gilti einnig fyrir Flugstoðir ohf frá 1. janúar 2007, rann út 29. janúar síðastliðinn.
Samninganefndum FÍF og Samtaka atvinnulífsins (SA) f.h. Flugstoða ohf, hefur ekki tekist að ná niðurstöðu um nýjan samning.
Á fundi sínum í gær urðu samninganefndirnar sammála um að óska eftir milligöngu ríkissáttasemjara í viðræðunum. Fyrsti fundur með sáttasemjara verður á morgun, miðvikudag, kl. 12:00.