Árið 2005 skipaði félagsmálaráðherra, sjö manna verkefnisstjórn sem ætlað er að stýra fimm ára verkefni sem hefur það meginmarkmið að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.
Verkefnisstjórnin hefur lagt áherslur á rannsóknir í starfi sínu og kynnir tvær mastersritgerðir sem skrifaðar hafa verið á þessu ári og tengjast aldurshópnum á vinnumarkaði.
Núverandi staða í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar vekur upp ýmsar spurningar um stöðu hópsins.
Morgunverðarfundur verður haldinn miðvikudaginn 19. nóvember 2008 kl. 8.30 -10:00 á Grand hóteli í Reykjavík, salur Háteigur B, þar sem fjallað verður um stöðu miðaldra og eldra fólks nú þegar þrengir að á vinnumarkaði. Á fundinum munur þrír frummælendur fjalla um sérstöðu hópsins í þróun og ástandi samtímans.
Dagskrá:
Karl Sigurðsson forstöðumaður vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar gerir grein fyrir þróun atvinnuleysis hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt og stöðu þeirra á vinnumarkaði.
Guðfinna Harðardóttir sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, segir frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í tengslum við gerð meistararitgerðar í mannauðsstjórnun við HÍ – Viðhorf stjórnenda í verslun til færni miðaldra og eldra starfsfólks
Margrét Linda Ásgrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum gerir grein fyrir verkefni varðandi miðaldra og eldra fólk á atvinnuleysisskrá sem unnið var fyrir Vinnumarkaðsráð Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum.
Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir framkvæmdastjóri Héraðs- og Austurlandsskóga segir frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var meðal fyrirtækja í tveimur atvinnugreinum hvað varðar aldursstjórnun og stefnumótun við starfslok. Rannsóknin var gerð í tengslum við meistararitgerð í viðskiptafræðum við Háskólann á Bifröst – Aldursstefna fyrirtækja, starfslok – stefnumótun
Hjalti Jóhannesson sérfræðingur og aðstoðar forstöðumaður Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri mun fjalla um breytingar í atvinnulífinu með hliðsjón af reynslu frá Akureyrarsvæðinu.
Morgunverður framreiddur frá kl. 08.00
Allir velkomnir
Nánar á vef BSRB