Aðalfundur Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar 2009 klukkan 20:00 í húsnæði BSRB, Grettisgötu 89. Kjör til stjórnar FÍF fer nú, í fyrsta sinn, fram með rafrænum hætti.
Störf aðalfundar eru:
1. Skýrsla félagsstjórnar um störf á liðnu ári.
2. Skýrslur nefnda.
3. Endurskoðaðir reikningar síðasta árs lagðir fram til samþykktar.
4. Lagabreytingar, enda hafi tillögur um þær borist stjórn félagsins fyrir 10. janúar og verið kynntar félagsmönnum með kjörgögnum. (Lagabreytingatillögur hafa ekki borist)
5. Talin atkvæði og lýst kjöri stjórnar og tveggja varamanna.
6. Kosning trúnaðarráðs og tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
7. Ákvörðun styrkja úr sjúkrasjóði og kostnaðargreiðslur til stjórnar.
8. Önnur mál.
Stjórn FÍF hvetur alla félagsmenn til þess að mæta á aðalfundinn.
Kjör til stjórnar FÍF fer nú fram með rafrænum hætti og hefur félagsmönnum verið sendur atkvæðaseðill í tölvupósti.
Stjórn FÍF