FÍF tekur í notkun nýtt vefsvæði í dag. Vefsvæðið er sérhannað fyrir félagið sniðið að þörfum þess. Á næstu dögum verða kynntar þær nýjungar sem vefsvæðið býður uppá.
Á næstu dögum mun vefstjóri skrá inn alla félagsmenn sem notendur að kerfinu og munu þeir fá sitt eigið notendanafn. Menn verða að nota það notendanafn ef þeir vilja gera athugasemdir við fréttir eða taka þátt í spjallinu. Einnig þarf að vera innskráður til að geta skoðað handbókina eins og áður.
Allir félgasmenn munu einnig fá sitt eigið netfang t.d. so@iceatca.com. Þann póst er svo hægt að setja upp í Outlook eða skoða á http://vefpostur.iceatca.com . Einnig er hægt að smella á tengilinn í valslánnir hér fyrir ofan.
Þeir félagsmenn sem nú þegar eru með tölvupóst hjá félaginu þurfa að breyta stillingum í outlook eða vefpósti. Nýjar stillingar í outlook fyrir incoming og outgoing mail eru: mail.iceatca.com og vefpósturinn er eins og áður sagði http://vefpostur.iceatca.com .