Ágætu félagsmenn

Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir þá hefur verið tekinn í notkun ný heimasíða FÍF. Það á eftir að lagfæra ýmiss smáatriði á henni. Meðal þeirra er myndin sem er efst á síðunni. Þeir félagsmenn sem eiga góða mynd af einhverjum vinnustað félagsmanna FÍF og vilja deila henni með okkur hinum þá er hægt að senda hana á  jag@iceatca.com og það er aldrei að vita nema hún  verði notuð hér á síðunni. Við viljum endilega nota myndir af vinnustöðum okkar á síðunni, einnig mun verða sett upp myndasvæði á lokaða hluta heimasíðunnar þar sem ætlunin er að hafa fleiri myndir, bæði af vinnustöðum sem og jafnvel úr sögu FÍF.

Við hvetjum því alla sem eiga flottar myndir til að senda þær á netfangið hér að ofan og leyfa fleirum að njóta þeirra.

Kv.

Stjórnin