Á félagsfundi 22. júní 2009 var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Reykjavík 22. júní 2009
Félagsfundur í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra skorar á stjórn félagsins að hafna alfarið öllum hugmyndum Keflavíkurflugvallar ohf. um að koma á einhverskonar skuldbindingum vegna náms félagsmanna FÍF. Félagsfundur hvetur jafnframt Keflavíkurflugvöll ohf. að bjóða núverandi félagsmenn velkomna til náms án allra skuldbindinga.
Samþykkt á félagsfundi þann 22. júní 2009.
Stjórn FÍF mun fylgja þessari ályktun og hvetur alla félagsmenn að gera hið sama.