Ágætu félagsmenn
Aðalfundur Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) verður haldinn mánudaginn 22. febrúar 2010 klukkan 2000 í sal BSRB, Grettisgötu 89. Léttar veitingar verða í boði að fundi loknum. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla félagsstjórnar um störf á liðnu ári.
2. Skýrslur nefnda.
3. Endurskoðaðir reikningar síðasta árs lagðir fram til samþykktar.
4. Lagabreytingar, enda hafi tillögur um þær borist stjórn félagsins fyrir 10. janúar og verið kynntar félagsmönnum með kjörgögnum.
5. Talin atkvæði og lýst kjöri stjórnar og tveggja varamanna.
6. Kosning trúnaðarráðs og tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
7. Ákvörðun styrkja úr sjúkrasjóði og kostnaðargreiðslur til stjórnar.
8. Önnur mál.
Stjórn FÍF hvetur alla félagsmenn til þess að mæta á aðalfundinn.
Stjórnkjör mun fara fram rafrænt, verður það kynnt sérstaklega en kosningin hefst sunnudaginn 7. febrúar klukkan 2000. Nánari upplýsingar munu berast félagsmönnum innan skamms.
Kveðja
Stjórn FÍF