Félag Íslenskra Flugumferðarstjóra boðar félagsfund mánudaginn 29. mars nk. klukkan 20:00 í BSRB húsinu Grettisgötu 89.  Farið verður yfir stöðuna í kjarasamningaviðræðum.

Félagið óskar eftir félagsmönnum sem eru vel að sér í lögum og reglugerðum eða hafa áhuga á að starfa í laganefnd félagsins.  Laganefnd er ætlað að fylgjast með lagasetningum sem tengjast vinnu félagsmanna með einum eða öðrum hætti og veita löggjafanum f.h. stjórnar félagsins umsagnir um þau lög og reglugerðir sem fjalla um flugleiðsöguna og starfsemi henni tengdri.

 Dagskrá:

  1. Staðan í kjarasamningaviðræðum
  2. Stofnun laganefndar FÍF
  3. Áframhaldandi samstarf við ROM vegna sumarhússins í Munaðarnesi
  4. Önnur mál

Stjórnin