Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur lýst yfir stuðningi við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í kjarabaráttu þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugumferðarstjórum í morgun. Þar segir að Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn gegni afar mikilvægu hlutverki í öryggis-og heilbrigðiskerfi landsmanna. Þeir neyðist að óbreyttu til þess að grípa til verkfallsvopnsins á föstudaginn kemur, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Flugumferðarstjórar hvetja launanefnd sveitarfélaga til að ganga þegar í stað til samninga við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. og axla þannig ábyrgð sína á þeirri stöðu sem kjaradeilan er komin í.