Félagsfundur Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) 20.10.2010 lýsir yfir miklum vonbrigðum og áhyggjum vegna uppsagnar félagsmanns FÍF. Engin skýr rök hafa komið fram fyrir uppsögninni og engin áminning lá fyrir til grundvallar. Fundurinn lítur á þetta sem aðför að félaginu og fullkomna vanvirðingu við ráðningarsamning viðkomandi félagsmanns.
Ef þetta er hluti starfsmannastefnu Isavia lýsir félagsfundurinn yfir fullri andstöðu við breyttar aðferðir fyrirtækisins gagnvart ráðningarsamningum okkar félagsmanna. Félagsfundurinn lítur svo á að kjarasamningur ásamt fylgiskjölum tryggi félagsmönnum sömu réttindi hvað varðar uppsagnir og giltu meðan við vorum ríkisstarfsmenn og uppsögnin því ólögleg. Félagsfundurinn krefst þess að þessi nýlega uppsögn verði tafarlaust dregin til baka.