Aðalfundur Félags íslenskra flugumferðarstjóra verður haldinn 29.febrúar kl 20.00 í fundarsal BSRB að Grettisgötu 89.
Dagskrá fundarins
- Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári
- Skýrslur nefnda
- Endurskoðaðir reikningar síðasta árs lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingartillögur
- Talin atkvæði og lýst kjöri stjórnar og tveggja varamanna
- Kosning trúnaðarráðs
- Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga
- Ákvörðun styrkja úr sjúkrasjóði og kostnaðargreiðslur til stjórnar
- Önnur mál (Úrsögn úr ITF, mögulegar breytingar á fyrirkomulagi nefnda o.fl)
Kosningar til stjórnar verða rafrænar með sama hætti og undanfarin ár og verða auglýstar nánar síðar. Rétt er þó að geta þess að þar sem tveir stjórnarmenn sem kjörnir voru til tveggja ára hættu störfum á tímabilinu og varamenn tóku við störfum þeirra, eru öll sæti í stjórn félagsins laus í þetta skiptið og ber því að kjósa fjóra stjórnarmenn, ásamt tveimur varamönnum. Auk þess skal kjósa formann.
Ritari FÍF mun senda út bréf með nánari kynningu á fyrirkomulagi kosninganna og upplýsingum um þá sem lýsa áhuga á að taka að sér embættisstörf. Þeir félagsmenn sem vilja vekja athygli á sér á þennan hátt þurfa að senda mér línu á jon@jonsson.is fyrir 10. febrúar ef þeir vilja vera með í tilkynningunni. Eftir það munu þeir þurfa að senda sjálfir upplýsingar á félagsmenn. Þess ber þó að geta að skv. lögum félagsins eru allir félagsmenn eru sjálfkrafa í framboði.