Guðmundur Karl Erlingsson (Rebbi) fyrrverandi flugumferðarstjóri og flugstjóri er látinn 57 ára að aldri.
Rebbi var fæddur í Reykjavík þann 17. október 1954. Hann stundaði sjómennsku og lauk stúdentsprófi frá MA árið 1974. Hann tók grunnnám í flugumferðarstjórn á fyrri hluta árs 1977 og hóf störf hjá Flugmálastjórn í júní 1977 og starfaði þar í flugturninum í Reykjavík og flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.
Rebbi lauk atvinnuflugmannsprófi 1981 og blindflugsprófi 1982. Þann 1. febrúar 1986 hætti hann störfum sem flugumferðarstjóri og hóf störf sem atvinnuflugmaður hjá Fluleiðum. Hann fékk flugstjóraréttindi árið 1988.
Blessuð sé minning Rebba.