Dagana 10-17. mars 2013 verður haldið evrópumót flugumferðarstjóra á skíðum. Mótið nefnist Golden Flight Level (GFL) og verður haldið í Levi í Finnlandi. Neðst í fréttinni má finna upplýsingar um mótið og skráningu á það en skráningu lýkur 31. júlí nk.

Í haust, 7-9. september, verður svo haldið „upphitunarmót“ fyrir GFL. Það mót verður haldið í Tampere í Finnlandi. Neðst í fréttinni má sjá upplýsingar um upphitunarmótið.

Allar nánari upplýsingar um skíðamótið er að finna á vefsíðunni www.gfl2013.com. Íslenskir flugumferðarstjórar hafa ekki verið að taka þátt í mótinu og því væri gaman að eiga fulltrúa á næsta ári

GFL 2013 upplýsingaskjal 10-17. mars 2013

Pre-GFL upplýsingaskjal 7-9. september 2012