Guðmundur Snorri Garðarsson, fyrrverandi flugumferðarstjóri, lést föstudaginn 4. júlí síðastliðinn 67 ára að aldri. Útförin verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 16. júlí kl. 13:00.
Guðmundur Snorri fæddist í Reykjavík 30. september 1946. Hann lauk grunnnámskeiði í flugumferðarstjórn í Keflavík fyrri hluta árs 1965 og hóf verklegt nám í Reykjavík vorið 1966. Guðmundur Snorri hlaut turnréttindi í Reykjavík 1970, aðflugsréttindi í Reykjavík 1972, OAC réttindi 1973 og ACC- og ratsjárréttindi 1989.