Jón Þórmundur Ísaksson, fyrrverandi flugumferðarstjóri, er látinn 88 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum þann 14. maí sl. Útförin verður gerð frá Grensáskirkju í dag, 22. maí, og hefst athöfnin kl. 13.
Jón lauk atvinnuflugmannsprófi frá Spartan Schoold of Aeronautics í Tulsa Oklahoma árið 1947 og starfaði sem flugmaður hjá Loftleiðum 1948-1953. Hann hóf störf hjá Flugmálastjórn 1. júní 1953 og lauk grunnnámið árið 1956.
Jón var með TWR réttindi í Reykjavík og Vestmannaeyjum og APP réttindi í Reykjavík. Hann starfaði eingöngu í flugturninum í Reykjavík eftir að flutt var úr gamla flugturninum, sem vaktstjóri mörg síðustu ár sín, en vann af og til fleysingastörf í flugturni Vestmannaeyja. Hætti störfum hjá Flugmálastjórn 31. des. 1990 vegna starfslokaákvæða.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er Þóra Karitas Ásmundsdóttir. Þau eignuðust fimm börn, yngstur er Ásmundur Ísak Jónsson, flugumferðarstjóri.
Félag íslenskra flugumferðarstjóra vottar eiginkonu og fjölskyldu Jóns samúð.