The Human Factors
„The Dirty Dozen“ er listi yfir tólf algengustu mannlegu þættina sem leitt geta til slysa eða atvika í flugtengdri starfsemi. Víða um heim hafa þessi atriði verið sett fram á tólf veggspjöldum með það að markmiði að gera fólk meðvitaðra, minna á og benda á leiðir til að koma í veg fyrir slys eða atvik af völdum mannlegra mistaka.
Hugmyndin að „The Dirty Dozen“ listanum kemur frá Gordon DuPont sem tók hann saman árið 1993 þegar hann starfaði hjá Transport Canada. DuPont nýtti hann við þjálfun og fræðslu til flugvirkja á mannlega þættinum og hefur síðan verið notaður um allan heim. Listinn vísar einnig til veggspjaldaherferðar „The Maintenance And Ramp Safety Society (MARSS) sem okkar veggspjöld byggja á.
Dirty Dozen listinn (ekki raðað eftir mikilvægi):
- Lack of communication
- Complacency
- Lack of Knowledge
- Distraction
- Lack of teamwork
- Fatigue
- Lack of Resources
- Pressure
- Lack of Assertiveness
- Stress
- Lack of Awareness
- Norms
Samgöngustofa mun á næstu mánuðum gefa út tólf veggspjöld, eitt veggspjald fyrir hvern þátt listans, þar sem hugmyndir að leiðum til að koma í veg fyrir að gera þessi mistök koma fram.