Þann 8. mars er alþjóðadagur kvenna. Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra (IFATCA) sem FÍF er aðili að nota tækifærið til þess að minna á að konur gegna mikilvægu hlutverki í flugiðnaðinum og þ.m.t. flugumferðarstjórn. IFATCA hvetur atvinnurekendur til þess að tryggja jöfn tækifæri kynjanna í geiranum.
Í dag eru 44 starfandi kvenflugumferðarstjórar eða 30% af öllum starfandi flugumferðarstjórum á Íslandi.