Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) lýsir yfir fullum stuðningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í kjaraviðræðum þeirra við Bluebird Nordic.
Það er mat stjórnar FÍF að með uppsögnum þeim sem Bluebird Nordic réðst í í árslok 2020, með fulltingi SA, sé vegið að grundvallarréttindinum stéttarfélaga og þar með launþega á Íslandi. Þar var 11 flugmönnum sagt upp störfum í miðjum kjaraviðræðum, öllum sem voru félagsmenn FÍA.
FÍF hvetur Bluebird Nordic til að draga uppsagnir þessar til baka hið fyrsta og setjast til viðræðna við FÍA um nýjan kjarasamning fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá fyrirtækinu.