Félag Hafnarverkamanna á Íslandi hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu og gefið FÍF leyfi til að birta hana hér.
Vegna þeirrar baráttu sem félagar okkar hjá Félagi Íslenskra Flugumferðarstjóra eru í þessa dagana, þar sem grípa hefur þurft til vinnustöðvunar til að knýja á um betri kjör, vill stjórn FHVÍ taka fram að verkafallsréttur verkafólks og vinnuafls á Íslandi er ekki bara lögfestur heldur algjört skilyrði þess að jafnvægi ríki á milli atvinnurekanda og launþega.
Við fordæmum allar tilraunir til að minnka þann rétt eða takmarka.
Stjórn FHVÍ vill líka nefna að “við erum ekki öll á sama báti” setning sem vinsælt er á meðal þeirra valdameiri og auðugu að grípa til þegar við verkafólk eigum að taka á okkur stærri skellinn þegar á bjátar í hagkerfinu.
Að þessu sögðu lýsum við Hafnarverkamenn yfir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu og vinnustöðvun flugumferðarstjóra og hvetjum önnur stéttarfélög til að gera slíkt hið sama.