Kosningar um boðun verkfalla til að þrýsta á um gerð kjarasamnings er lokið og voru niðurstöðurnar afgerandi en um 98% kusu með verfallsboðun. Kjörsókn var góð eða nálægt 70% félagsmanna. Framkvæmd verkfallanna hefur verið kynnt yfirstjórn Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. en verkföllin ná ekki til félagsmanna FÍF sem starfa hjá Flugmálastjórn Íslands.
Verkföllin verða dagana 10. 12. 15. 17. og 19. mars frá klukkan 07:00 til klukkan 11:00 hvern dag. FÍF hefur veitt undanþágu fyrir þjónustu við sjúkra- og neyðarflug alla dagana ásamt því að þjónusta við yfirflug í úthafssvæðinu eða alþjóðaflugið verður óskert.
Boðaður hefur verið samningafundur hjá Ríkissáttasemjara fimmtudaginn 4. mars klukkan 10.