Samtök Evrópskra flugumferðastjóra lýsa áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar
Verkalýðssamtök flugumferðastjóra í Evrópu, ATCEUC , hafa skrifað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf þar sem lýst er sterkum áhyggjum af áætlunum ríkisstjórnarinnar um að stöðva verkföll flugumferðarstjóra með lagasetningu. Samtökin fullyrða að slíkt myndi brjóta á grundvallarréttum eins og verkfallsrétti sem verndaður er í 11. grein Evrópusáttmála um verndun mannréttinda og 74. grein stjórnarskrár Íslands. Jafnframt er vísað í nýfallinn dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur einróma viðkennt réttinn til að fara í verkfall og að hann sé varinn í alþjóðlegum lögum.
Samtökin benda jafnframt á að áform ríkisstjórnarinnar um að takmarka verkfallsrétt sé ekki það sem búast megi við af framtíðar meðlimi Evrópusambandsins. Samtökin hvetja jafnframt forsætisráðherra til að kynna sér 12. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem veitir öllum félagafrelsi og ekki síst til að verja eigin félagsleg, stjórnmálaleg og efnahagsleg réttindi.
Verkalýðssamtök flugumferðastjóra í Evrópu, ATCEUC, er fulltrúi 12500 flugumferðastjóra í 25 Evrópulöndum. Bréfið er undirritað af forseta ATCEUC og er afrit af því er sent Evrópuráðinu og þeim ríkjum sem aðild eiga að ATCEUC. Í bréfinu til Jóhönnu Sigurðardóttur er sérstaklega vísað til fyrri þátttöku Jóhönnu í verkalýðsbaráttu og lýst miklum vonbrigðum með að ríkisstjórn hennar hafi nú hótað að neita flugumferðarstjórum um þau grundvallarréttindi að fara í verkfall.
Hér er afrit af bréfi ATCEUC til forsætisráðherra Íslands.