Góðir félagar.

Þá liggja niðurstöður kosninga fyrir:

Yfirvinnubannið taki til eftirfarandi tímabila sólarhringsins:

  • kl. 20:00 – 24:00 mánudaga – föstudaga
  • kl. 00:00 – 07:00 mánudaga – föstudaga
  • kl. 00:00 – 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga

Yfirvinnubannið hefjist 14. febrúar 2011 og standi ótímabundið eða þar til að nýr kjarasamningur hefur verið samþykktur.

Þjálfunarbannið taki til nemaþjálfunar samkvæmt 3. gr. kjarasamnings FÍF og SA/Flugstoða/fjármálaráðherra, dags. 27. júní 2008.

Þjálfunarbannið hefjist 21. febrúar 2011 og standi ótímabundið eða þar til að nýr kjarasamningur hefur verið samþykktur.

Yfirvinnubann Þátttaka Atkvæðaskipting
Á kjörskrá 109 Með Á móti Auðir/ógildir
Gr.atkvæði 70 63 6 1
  64,2% 90,0% 8,6% 1,4%
         
         
Þjálfunarbann Þátttaka Atkvæðaskipting
Á kjörskrá 93 Með Á móti Auðir/ógildir
Gr.atkvæði 59 53 5 1
  63,4% 89,8% 8,5% 1,7%
Boðun þessara verkfalla verður send á viðkomandi aðila á morgun.

Yfirvinnubann hefst 14. febrúar.  Þjálfunarbann hefst 21. febrúar.

Fh. stjórnar og trúnaðarráðs
Matthías Einarsson, ritari FÍF.