Stjórn Félags Íslenskra Flugumferðarstjóra ákvað fyrir skömmu að ráðast í gerð nýrrar heimasíðu til að félagsmenn geti fylgst betur með störfum stjórnar og til að bæta upplýsingaflæði milli manna. Stefnt er að því að stjórnin setji inn fréttir nokkuð reglulega en einnig verður mjög fljótlega settur upp korkur (spjallkerfi) þar sem félagsmenn geta tekið þátt í umfjöllun um ýmis málefni. Þar sem ný heimasíða verður ekki tilbúin fyrr en eftir miðjan júní var ákveðið að setja upp þessa fréttasíðu til bráðabirgða en upplýsingar um félagið eru enn á gömlu síðunni og er linkur á hana hér að ofan.
Kv. Sigmar Ólafsson