Fundur var haldinn í trúnaðarráði 10. maí sl. Verkefni fundarins var að skipta verkum á hópinn en ekki er gert ráð fyrir að trúnaðarráð komi aftur saman fyrr en í haust. Þrír vinnuhópar voru myndaðir: lífeyrismál (HM), samanburður við kjör annarra hópa (EY) og rökstuðningur við kröfur um styttri vinnuviku ofl. (SG). Þeim sem ekki komust á fundinn er bent á að velja sér hóp og hafa samband við viðkomandi hópstjóra, hugmyndin er að þegar við hittumst aftur í haust kynni hver hópur sína vinnu. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fólki fyrir þá fundi sem haldnir hafa verið nú í vor og vona að allir hafi það gott í sumar.
HM