Stjórn FÍF hvetur félagsmenn til að kynna sér CISM (streitu og áfallastjórnun). Streitu- og áfallastjórnun er beitt víða, þ.á.m. í flugumferðarþjónustu. Írar eru frumkvöðlar í að beita CISM innan ATC en síðan 1997 hafa þeir haldið úti “networki” þar sem hverjum þeim sem lendir í flugumferðaratviki býðst að fá áfallahjálp hjá starfsfélaga. Þannig hafa Írar þjálfað hóp flugumferðarstjóra í að veita slíka ráðgjöf, þjálfunin byggist á bandarísku kerfi, þróað af Mitchell (www.icisf.org). Portúgalir og Þjóðverjar hafa einnig komið á CISM og fleiri þjóðir eru í þann mund að taka upp CISM. FÍF hefur lagt til við FMS að CISM verði komið á innan flugumferðarþjónustunnar og ennfremur lýst yfir áhuga á að standa að slíku verkefni í samvinnu við FMS.
Hér að neðan er tengill á ýmsar upplýsingar um CISM, niðurstöður ráðstefnu sem haldin var í Bucharest 22. okt. sl.
http://www.ifatca.org/cism/cism.htm