Þann 4. október 1955 var Félag íslenskra flugumferðarstjóra stofnað – við fögnum því 50 ára afmæli í dag!
Það voru ungir og kraftmiklir menn sem stofnuðu félagið, þeir töldu að baráttumálum þeirra væri ekki nógu vel sinnt í því stéttarfélagi sem þeir þá tilheyrðu(FFR) og stofnuðu því eigin samtök sem höfðu það að markmiði að gæta hagsmuna flugumferðarstjóra. Valdimar Ólafsson var fyrsti formaður félagsins, rétt er að þakka honum og þeim sem með honum störfuðu fyrir dugnaðinn, án þeirra værum við ekki þar sem við erum í dag.
Á laugardaginn nk., 8. október, verður afmælisveislan haldin á Hótel Nordica. Þar má búast við gleði eins og alltaf þegar flugumferðarstjórar safnast saman!
Sjáumst á laugardaginn.
Stjórnin