Niðurstaða atkvæðagreiðslu um lagabreytingartillögur, sem kynntar voru á síðasta aðalfundi, liggur fyrir.
Allar breytingartillögurnar voru samþykktar með miklum meirihluta atkvæða. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. maí 2006. Lögin verða uppfærð fljótlega og birt á heimasíðunni.