Formannafundur norrænna flugumferðarstjóra telur þróun í flugumferðarþjónustu á Norðurlöndum ekki vera að öllu leyti í samræmi við tilskipanir um hið sameiginlega evrópska flugumferðarsvæði (Single European Sky). Það ætti að leggja áherslu á að skapa ákjósalegar aðstæður fyrir norræna flugumferðarsvæðið í stað þess að hlutafélagavæða flugumferðarþjónustuna. Tilgangur sameiginlega evrópska flugumferðarsvæðisins er ekki sá að koma á samkeppni, sem í okkar huga er eðli hlutafélagafyrirkomulags. Flugumferðarþjónusta getur eingöngu verið tryggð með einkaleyfi viðkomandi ríkis í samræmi við grein 1 í Chicago-sáttmálanum frá 1944.
Rætt var ítarlega um stórlega versnandi starfsskilyrði íslenskra flugumferðarstjóra. Það er óviðunandi að yfirstjórn breyti starfsskilyrðum einhliða án samninga eða samþykkis þeirra sem hlut eiga að máli. Við hvetjum Flugmálastjórn Íslands eindregið til að axla ábyrgð sína sem atvinnurekandi og tryggja íslenskum flugumferðarstjórum starfsaðstæður sem þeir geta unað við.
Sami Fabritius Christopher Vozmediano Loftur Jóhannsson Pernille Ladefoged
Formaður Formaður Formaður Formaður
Finnska ATCA Sænska ATCA Íslenska ATCA Danska ATCA
sími.: sími: sími: sími:
+358 503474845 +46 703755914 +354 8610050 +45 40878479