FÍF hefur sent ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins eftirfarandi tölvupóst.







Enn þarf að takmarka þjónustu við umferð vegna manneklu í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.

FÍF er einnig kunnugt um að starfsmenn eru neyddir til að vinna lengur en vakttími samkvæmt vaktskrá segir til um.

 

FÍF vísar til orða samgönguráðherra í Blaðinu síðastliðinn laugardag þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna truflana á þjónustu í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík og þeim áhrifum sem það hefur á orðstír Íslendinga. FÍF tekur undir áhyggjur ráðherrans. Það vekur hinsvegar furðu að þrátt fyrir áhyggjur ráðherrans lýsir hann því yfir að ráðuneytið muni ekki skipta sér af málinu. Hætt er við að þeir tveir til þrír millistjórnendur hjá Flugmálastjórn sem ábyrgð bera á þessu vandræðaástandi líti á þessi orð ráðherrans sem grænt ljós til að halda áfram uppteknum hætti, sem felst m.a. í því að neyða starfsmenn til að eyða þegar skertum frítíma sínum á vakt.

 

Loftur Jóhannsson

formaður FÍF